Fátt er betra en að hlamma sér í miðri viku niður á Jómfrúnni og hitta þar fyrir bræðurna knáu og sérsveitina sem þeir stýra dag og nótt, undir djassþyt sem jólasöngvum. Á Jómfrúnni er maður kominn hálfa leið yfir hafið, í eins konar limbó milli…

Hið ljúfa líf

Stefán Einar Stefánsson

ses@mbl.is

Fátt er betra en að hlamma sér í miðri viku niður á Jómfrúnni og hitta þar fyrir bræðurna knáu og sérsveitina sem þeir stýra dag og nótt, undir djassþyt sem jólasöngvum.

Á Jómfrúnni er maður kominn hálfa leið yfir hafið, í eins konar limbó milli íslenskrar grámyglu sem Lækjargatan speglar svo fallega inn um gluggana og hinnar léttúðugu stemningar sem einkennir Kaupmannahöfn, höfuðborg gömlu herraþjóðarinnar sem menntaði unga drengi af fróni, og seldi foreldrum þeirra maðkétið mjöl.

Reyndist gott framtak

Og ég hélt að þessi heimsókn á þennan óræða stað yrði bara eins og hver önnur, alveg þar til ég rak augun í lítið spjald á borðinu sem mér

...