Tónleikar verða haldnir í kvöld kl. 20 í Háteigskirkju til minningar um Jón Þorsteinsson söngvara. Jón lést í maí sl. og skömmu fyrir andlátið stofnuðu nemendur hans Lichtenbergfélagið á Íslandi sem stendur fyrir námskeiðum með erlendum kennurum og…

Tónleikar verða haldnir í kvöld kl. 20 í Háteigskirkju til minningar um Jón Þorsteinsson söngvara. Jón lést í maí sl. og skömmu fyrir andlátið stofnuðu nemendur hans Lichtenbergfélagið á Íslandi sem stendur fyrir námskeiðum með erlendum kennurum og hafa nemendur Jóns, samstarfsfólk og vinir hans undirbúið þessa tónleika. Á efnisskrá verður m.a. tónlist eftir Jón Ásgeirsson, Sigvalda Kaldalóns, Mozart, Schubert, Wolf, Sibelius, Cyril Scott og Caspar Cassandró. Þorvaldur Kristinsson flytur ávarp og meðal þeirra sem fram koma eru Eyjólfur Eyjólfsson, Guðrún Dalía Salómonsdóttir, Hákon Leifsson, Hlín Pétursdóttir Behrens, Hugi Jónsson, Kristinn Örn Kristinsson, Magnea Tómasdóttir, Margrét Hrafnsdóttir, Martin Landzettel, Ólöf Sigursveinsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir.