Stjórnvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að þau hygðust stækka Rússaher vegna ýmissa „öryggisógna“ sem nú væru við landamæri Rússlands. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta, sagði að ákvörðunin væri tekin vegna „ákaflega…
Rússaher Rússneskir hermenn sjást hér við heræfingar í Kirgistan.
Rússaher Rússneskir hermenn sjást hér við heræfingar í Kirgistan. — AFP/Vyacheslav Oseledko

Stjórnvöld í Rússlandi tilkynntu í gær að þau hygðust stækka Rússaher vegna ýmissa „öryggisógna“ sem nú væru við landamæri Rússlands. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta, sagði að ákvörðunin væri tekin vegna „ákaflega fjandsamlegs ástands“ á vesturlandamærunum og óstöðugleika á austurlandamærunum.

Ákvörðunin þýðir að fjöldi virkra hermanna í Rússaher, þ.e. þeirra sem geta sinnt hernaðaraðgerðum í framlínu, verður ein og hálf milljón manns. Þetta er í þriðja sinn sem Pútín ákveður að fjölga í fastaliði hersins frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022.

Þá kvörtuðu rússnesk stjórnvöld í gær undan ákvörðun tæknirisans Meta, sem rekur m.a. samfélagsmiðilinn Facebook, um að banna rússneska ríkisfjölmiðla af forritum sínum.

Peskov sagði að Meta hefði ákveðið

...