Ég sperrti eyrun þegar ég heyrði af nýjasta útspili Vladimírs Pútíns, og gott ef ég laumaðist ekki til að skoða hvað það kostar í dag að leigja góða íbúð í Pétursborg. Fyrir tæpum mánuði kynnti Pútín til sögunnar nýjan dvalarleyfisflokk sem ætlaður…
Herhljómsveit spilar fyrir tónleikagesti á Rauða torginu fyrr í mánuðinum. Pútín vill skjóta skjólshúsi yfir Vesturlandabúa sem hafa fengið nóg af „woke“-pólitík.
Herhljómsveit spilar fyrir tónleikagesti á Rauða torginu fyrr í mánuðinum. Pútín vill skjóta skjólshúsi yfir Vesturlandabúa sem hafa fengið nóg af „woke“-pólitík. — AFP/Stringer

AFP/Stringer

Ég sperrti eyrun þegar ég heyrði af nýjasta útspili Vladimírs Pútíns, og gott ef ég laumaðist ekki til að skoða hvað það kostar í dag að leigja góða íbúð í Pétursborg.

Fyrir tæpum mánuði kynnti Pútín til sögunnar nýjan dvalarleyfisflokk sem ætlaður er Vesturlandabúum sem hafa fengið sig fullsadda á þeirri réttsýnispólitík sem plagar vestrænar þjóðir. Í rússneskum miðlum var þessu framtaki lýst sem mannúðaraðstoð – nokkurs konar pólitísku hæli fyrir íhaldsmenn – því einhvers staðar verði fólk með hefðbundin gildi að geta fundið skjól.

Það er erfitt að finna nákvæmar upplýsingar um þennan nýja kost fyrir aðþrengda íhaldsmenn en fréttir benda til þess að ekki sé um ótímabundið dvalarleyfi að ræða heldur áritun sem gildi í a.m.k. þrjá mánuði og verður engin krafa gerð um

...