Traustvekjandi er að lesa lært álit dr. Baudenbachers

Það hefur iðulega sýnt sig að Íslendingar gera vel fyrir sig fylgist þeir jafnan rækilega með viðhorfum dr. Baudenbachers, lagaspekings, sem iðulega hafa tekið til málefna Íslands. Í viðtali við Andrés Magnússon í Morgunblaðinu á mánudag segir Baudenbacher um EES-samstarfið, að þrátt fyr­ir að fyr­ir­komu­lagið hafi um margt virkað vel, og standi óhaggað þrem­ur ára­tug­um síðar, þá innifeli EFTA-stoðin engu að síður mjög al­var­lega veik­leika.

Vissulega hafi Norðmenn al­gera yf­ir­burði þar, sem sé að nokkru skilj­an­legt þar sem þeir greiði 89% kostnaðar­ins, og geti, ekki síst í krafti þess, haft ein­hverja stjórn á eft­ir­lits­stigi, sem sé auðvitað lakara. Eins væri óheppi­legt, bætti hann við, að stjórn­ar­menn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) kæmu jafn­an úr stjórn­sýslu aðildarríkjanna og hyrfu síðan marg­ir þeirra þangað aft­ur, svo að sjálf­stæði þeirra væri ekki óyggj­andi og stofnanaminnið þar að auki brigðult.

Dr. Baudenbacher segir einnig

...