Elísa Bríet Björnsdóttir, miðjumaður Tindastóls, var besti leikmaðurinn í 20. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Elísa Bríet lék mjög vel með Tindastóli þegar liðið lagði Fylki að velli, 3:0, í úrslitaleik fallbaráttunnar …

Elísa Bríet Björnsdóttir, miðjumaður Tindastóls, var besti leikmaðurinn í 20. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Elísa Bríet lék mjög vel með Tindastóli þegar liðið lagði Fylki að velli, 3:0, í úrslitaleik fallbaráttunnar í deildinni en með sigrinum tryggði Tindastóll sér áframhaldandi sæti í deildinni og Fylkir féll.

Elísa Bríet fékk tvö M fyrir sína frammistöðu í leiknum en hún skoraði tvö fyrstu mörkin á fyrstu 20 mínútum leiksins og lagði grunninn að sigrinum.

Elísa Bríet er aðeins 16 ára gömul og kemur frá Skagaströnd en lék með Kormáki/Hvöt í yngri flokkum, síðan sameiginlegu liði húnvetnsku félaganna með Tindastóli, og svo með meistaraflokki Tindastóls frá árinu 2023. Hún varð næstmarkahæsti leikmaður Tindastóls í Bestu deildinni í ár með sex mörk í 19 leikjum.

Elísa Bríet lék fimm leiki með U15 ára landsliðinu árin 2022-23 og hefur nú leikið fimm leiki með U16 ára landsliðinu á þessu ári.

Í neðri hluta

...