Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis var gestur í Dagmálum.
Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis var gestur í Dagmálum. — Morgunblaðið/Hallur Már

Jón Finnbogason ræddi um stöðuna á mörkuðum, starfsemi Stefnis, sjálfvirknivæðingu, sjálfbærni og hagræðingu á fjármálamarkaði.

Hlutabréfamarkaðurinn hér á landi hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu og fyrirtækin eru í auknum mæli að finna fyrir erfiðu efnahagsástandi.

Miklar breytingar hafa átt sér stað bæði hjá Arion banka og Stefni að undanförnu. Stefnir hefur fækkað sviðum og starfsfólki og tveir reyndir starfsmenn létu nýlega af störfum hjá félaginu. Þá var tilkynnt á dögunum að Arion banki hefði keypt allt hlutaféð í ráðgjafarfyrirtækinu Arngrimsson Advisors sem mun verða til þess að eignir í stýringu Arion banka munu aukast um 175 milljarða.

Á undanförnum viku hefur orðrómur verið á kreiki um mögulegan samruna Kviku og Arion banka. Spurður hvort eitthvað sé til í þeim orðrómi segist

...