50 ára Kristrún Auður er Reykvíkingur sem ólst upp að mestu í Ártúnsholti, gekk í Kvennaskólann og lauk því næst tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Þaðan lá leiðin til Boston þar sem hún lauk meistaragráðu í hugbúnaðarfræðum og MBA árið 2004,…

50 ára Kristrún Auður er Reykvíkingur sem ólst upp að mestu í Ártúnsholti, gekk í Kvennaskólann og lauk því næst tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Þaðan lá leiðin til Boston þar sem hún lauk meistaragráðu í hugbúnaðarfræðum og MBA árið 2004, með viðkomu í Kobe í Japan þar sem hluti af náminu var tekinn.

Kristrún Auður starfar í dag hjá Íslandssjóðum þar sem hún er framkvæmdastjóri IS Hafs fjárfestinga sem er framtakssjóður sem einbeitir sér að fjárfestingum í haftengdri starfsemi, allt frá veiðum og fiskeldi til hátækni, innviða og sjávarlíftækni.

Að námi loknu starfaði Kristrún hjá Citi Bank í New York og London og kom til starfa í Íslandsbanka 2007 þar til hún hélt utan á ný og starfaði í þrjú ár í Hollandi. „Þar sneri ég mér aftur að hugbúnaðargerð en annars hef ég frá 2007 unnið í fjármálageiranum, í eignastýringu og fjárfestingarbankastarfsemi.“

Helstu áhugamál Kristrúnar eru endurgerð gamalla húsa, skíði og útihlaup. „Í

...