Knattspyrnukonan unga Sigdís Eva Bárðardóttir bjóst ekki við því að halda út í atvinnumennsku 17 ára gömul en hún gekk til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping í júlí. Sigdís skrifaði undir þriggja ára samning í Svíþjóð en hún er uppalin…
Svíþjóð Sigdís Eva Bárðardóttir skrifaði undir þriggja ára samning við Norrköping en liðið situr sem stendur í fimmta sæti deildarinnar.
Svíþjóð Sigdís Eva Bárðardóttir skrifaði undir þriggja ára samning við Norrköping en liðið situr sem stendur í fimmta sæti deildarinnar. — Ljósmynd/Norrköping

Svíþjóð

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Knattspyrnukonan unga Sigdís Eva Bárðardóttir bjóst ekki við því að halda út í atvinnumennsku 17 ára gömul en hún gekk til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping í júlí.

Sigdís skrifaði undir þriggja ára samning í Svíþjóð en hún er uppalin hjá Víkingi úr Reykjavík og hefur leikið með Fossvogsliðinu allan sinn feril.

Hún sló í gegn með liðinu í 1. deildinni á síðustu leiktíð þar sem hún skoraði 8 mörk í 15 leikjum og þá varð hún markahæsti leikmaður bikarkeppninnar síðasta sumar með 8 mörk í sex leikjum þegar Víkingar urðu óvænt bikarmeistarar eftir sigur gegn Breiðabliki í úrslitaleik á Laugardalsvelli, 3:1.

Sigdís var í lykilhlutverki

...