Við eigum eftir að gera upp covid- tímann og svara mjög áleitnum spurningum um sóttvarnaaðgerðir og með hvaða hætti borgaraleg réttindi voru varin.
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Óli Björn Kárason

Ein frumskylda ríkisvaldsins er að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að verja líf og heilsu borgaranna gegn ógnunum. Þegar óþekktur ógnvaldur – kórónuveiran – herjaði á þjóðir heims taldi ég réttlætanlegt og nauðsynlegt að stjórnvöld gripu við varna, jafnvel þótt frelsi einstaklinga væri skert tímabundið, enda væri farið að meginreglum réttarríkisins og stjórnarskrár.

Flest viljum við sjálfsagt gleyma covid-tímanum, þegar gripið var til harkalegra aðgerða og samfélagið lamað með sóttvarnaaðgerðum. Borgaraleg réttindi voru tekin úr sambandi í nafni almannaheilla. Gagnrýni á aðgerðir var þögguð niður. Því var haldið fram að í varnarbaráttu gegn hættulegri veiru væri stjórnvöldum rétt og skylt að leggja ákvæði stjórnskipunarlaga til hliðar og ýta löggjafanum út í horn.

...