Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra telur ekki tímabært að minnka regluverk á fjármálamarkaði.
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra telur ekki tímabært að minnka regluverk á fjármálamarkaði. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir í opnuviðtali í ViðskiptaMogganum að honum þyki ekki rétt að hækka bankaskattinn.

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur tjáð sig í fjölmiðlum um skoðun sína á að hækka þurfi skattinn. Aðrir þingmenn Framsóknar hafa tekið undir þau sjónarmið. Aðspurður segir Sigurður Ingi að við séum á eðlilegum stað með bankaskattinn og hann telji ekki ástæðu til að hækka hann.

„Það er staðreynd að bankaskatturinn hér á landi er hár í alþjóðlegum samanburði. En auðvitað þarf að meta það ef ákveðnar atvinnugreinar hagnast á aðstæðum sem skapast, get tekið sem dæmi orkufyrirtæki í Evrópu. Það er eðlilegt að setja hvalrekaskatt á þau fyrirtæki sem hagnast á verðbólgu. Bankaskatturinn er að mínu mati nógu hár en ef við lækkum hann verður að tryggja að það skili sér til viðskiptavina. Það er

...