Ríkisstjórn Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og varaformaður Vinstri grænna, fer af ríkisstjórnarfundi þar sem fjallað var um brottvísun hælisleitenda.
Ríkisstjórn Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og varaformaður Vinstri grænna, fer af ríkisstjórnarfundi þar sem fjallað var um brottvísun hælisleitenda. — Morgunblaðið/Karítas

Um 200 mótmælendur létu í sér heyra á Hverfisgötu í gærmorgun þegar ríkisstjórnin kom til reglulegs fundar. Þar var meðal annars fjallað um málefni palestínskrar fjölskyldu, sem til hafði staðið að flytja úr landi til Spánar eftir að hælisbeiðni hennar hafði verið synjað.

Brottvísuninni var frestað á síðustu stundu eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra bað um að hún yrði fyrst rædd í ríkisstjórn. Málið hefur einkum vakið athygli þar sem 11 ára drengur í fjölskyldunni þjáist af illvígum hrörnunarsjúkdómi.

Nú að ríkisstjórnarfundinum afstöðnum ríkir enn mikil óvissa um framvindu málsins. Ríkislögreglustjóri vildi ekki svara því í gær hvort ákvörðun stjórnvalda um brottvísun kæmi þegar til framkvæmda fyrst frestun hennar væri liðin, en hét svörum í dag. Ekki náðist í dómsmálaráðherra til að svara sömu spurningu

...