Björn Ingi Pálsson framkvæmdastjóri rekstrarleigunnar Hentar.
Björn Ingi Pálsson framkvæmdastjóri rekstrarleigunnar Hentar. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Krefjandi vaxta- og skattaumhverfi er meðal helstu áskorana sem rekstrarleigan Hentar stendur frammi fyrir um þessar mundir, en félagið sérhæfir sig í rekstrarleigu bíla til fyrirtækja og einstaklinga.

Björn Ingi Pálsson tók við sem framkvæmdastjóri Hentar í byrjun árs, en áður hafði hann starfað hjá systurfyrirtæki félagsins, bílaumboðinu Öskju, um árabil.

Hann útskrifaðist nýverið með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands en af kennsluefni námsins stóð bókin „Calling Bullshit“ upp úr.

Jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs er honum mikilvægt en hann er giftur og á þrjú börn. Hjónin festu nýverið kaup á framtíðarheimili fjölskyldunnar og hefur Björn Ingi gaman af því að skutla sér í smíðagallann eftir vinnu.

Hverjar eru

...