Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í síðustu viku, en yfirskrift kynningarinnar var „Þetta er allt að koma“. Í því samhengi vísaði ráðherra til lítils atvinnuleysis og hárrar…
Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í síðustu viku.
Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í síðustu viku. — Morgunblaðið/Eggert

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í síðustu viku, en yfirskrift kynningarinnar var „Þetta er allt að koma“. Í því samhengi vísaði ráðherra til lítils atvinnuleysis og hárrar atvinnuþátttöku, öflugrar verðmætasköpunar, aukinna tekna sem skapast af téðri verðmætasköpun og að á sama tíma sé lögð áhersla á aðhald í útgjöldum.

Í kynningunni fullyrti ráðherra að ráðdeild í ríkisrekstri hefði tryggt lægra skuldahlutfall en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þannig hefði viðbótarafgangur sem hagkerfið hefur skilað verið nýttur til að greiða niður skuldir, sem séu fyrir vikið komnar niður í 32% árið 2024 í stað 46% samkvæmt horfum fyrir þremur árum. Eins geri frumvarpið ráð fyrir að skuldahlutfallið verði 31% árið 2025 í stað 47% samkvæmt eldri áætlunum.

Í þessu samhengi er mikilvægt að árétta

...