Einungis 30% af nýjum íbúðum sem auglýstar voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu á fyrri helmingi ársins seldust, samkvæmt nýlegri greiningu Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar (HMS). Þá voru sex af hverjum tíu nýbyggingum óseldar á fyrri helmingi ársins…
Fasteignasalar segja að tölur Hagstofunnar komi ekki á óvart og að nýbyggingar seljist hægar en eldra húsnæði og yfirboð séu mjög fátíð.
Fasteignasalar segja að tölur Hagstofunnar komi ekki á óvart og að nýbyggingar seljist hægar en eldra húsnæði og yfirboð séu mjög fátíð. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Arinbjörn Rögnvaldsson

arir@mbl.is

Einungis 30% af nýjum íbúðum sem auglýstar voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu á fyrri helmingi ársins seldust, samkvæmt nýlegri greiningu Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar (HMS).

Þá voru sex af hverjum tíu nýbyggingum óseldar á fyrri helmingi ársins á höfuðborgarsvæðinu og margar þeirra staðsettar miðsvæðis.

Fasteignasalar sem ViðskiptaMogginn ræddi við segja að þessar tölur komi þeim ekki óvart, nýbyggingar seljist hægar en eldra húsnæði og yfirboð mjög fátíð. Meðalverð seldra nýbygginga var 88 milljónir króna á sama tíma og meðalverð auglýstra nýbygginga nam 93 m.kr.

Flestar nýbyggingar voru í Hafnarfirði eða um 496 talsins. Dýrustu nýbyggingarnar má finna á Seltjarnarnesi og í miðbæ Reykjavíkur

...