Í þeirri umræðu sem skapast hefur undanfarin ár […] má spyrja sig hverra hagsmuna hið opinbera gætir eiginlega í málaflokknum?

Stjórnsýsla

Lára Herborg Ólafsdóttir

Lögmaður og eigandi á LEX lögmannsstofu

Á síðustu tveimur vikum hefur heilbrigðisráðuneytið fellt úr gildi tvær ákvarðanir embættis landlæknis, en landlæknir hafði í báðum tilvikum synjað nýsköpunarfyrirtækjum sem hugðust bjóða upp á nýjungar til einstaklinga. Annað fyrirtækið hugðist bjóða upp á blóðmælingar til einstaklinga sem vildu fylgjast sjálfir með líkamlegri heilsu sinni, m.a. í fyrirbyggjandi skyni. Landlæknir synjaði um leyfi með vísan til þess að starfsemin uppfyllti ekki skilyrði um faglegar lágmarkskröfur með vísan til þess að „ómarkviss blóðrannsóknarstarfsemi án klínískrar réttlætingar“ gæti leitt af sér „ýmsar óæskilegar afleiðingar og sóun“, þar með talið óþarfan heilsukvíða.

...