Ferðalangur er yfirskrift sýningar Kristins Más Pálmasonar í Listasafni Reykjanesbæjar. Þar sýnir listamaðurinn rúmlega tuttugu verk en meirihluti þeirra er gjöf listamannsins til Listasafns Reykjanesbæjar
Listamaðurinn „Ég gæti ekki gert það sem ég geri í dag nema vegna þess sem ég gerði áður.“
Listamaðurinn „Ég gæti ekki gert það sem ég geri í dag nema vegna þess sem ég gerði áður.“ — Morgunblaðið/Eyþór

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Ferðalangur er yfirskrift sýningar Kristins Más Pálmasonar í Listasafni Reykjanesbæjar. Þar sýnir listamaðurinn rúmlega tuttugu verk en meirihluti þeirra er gjöf listamannsins til Listasafns Reykjanesbæjar.

„Helga Þórsdóttir safnstjóri á hugmyndina að titlinum. Verkin eru frá árunum 1994 til 2019, rúmlega helmingur þeirra er unninn í Lundúnum og Vínarborg. Helga sér kannski visst ferðalag í þeirri þróun sem hefur orðið í list minni á þeim tíma,“ segir Kristinn.

Spurður af hverju hann hafi ákveðið að gefa safninu verk eftir sig segir hann: „Ég er úr Keflavík og mér þykir vænt um að það sé listasafn í bænum. Þessi verk geyma mína sögu, allavega nokkur tímabil á ferlinum. Eitt

...