Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson hefur verið gerður að fyrirliða þýska körfuboltaliðsins Alba Berlín. Félagið greindi frá á samfélagsmiðlinum X í gær. Martin gekk í raðir Alba í annað sinn í upphafi árs, eftir fjögur ár hjá Valencia á Spáni. Hann lék fyrst með Alba frá 2018 til 2020 og varð bæði þýskur meistari og þýskur bikarmeistari með liðinu.

Bandaríska knattspyrnukonan Brookelynn Entz verður ekki áfram í herbúðum HK en hún hefur leikið með Kópavogsliðinu síðustu tvö tímabil. Hún kom fyrst til Íslands árið 2022 og lék með Val. Ári síðar samdi hún við HK og skoraði 23 mörk í 36 deildarleikjum með liðinu í 1. deildinni. Hún var fyrirliði liðsins á nýlokinni leiktíð. HK endaði fjórum stigum frá Fram, sem fór upp í Bestu deildina.

Enski knattspyrnudómarinn Anthony Taylor skráði sig í sögubækurnar er hann

...