Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Óhætt er að segja að dregin sé upp dökk mynd af stöðu orkumála hér á landi í orkuspá Landsnets sem kynnt var í gær, en hún tekur til áranna 2024 til 2050. Segir þar að núverandi virkjanir hafi ekki burði til að anna aukinni raforkunotkun til næstu fimm ára, óháð því hversu mikið náist að styrkja flutningskerfi raforku. Virkjun nýrrar orku sé nauðsynleg til að snúa þróuninni við, en fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir næstu fimm ár haldi afl- og orkujöfnuði aðeins í horfinu.

...