Íslandsbanki og Arion banki hafa hækkað vexti af íbúðalánum. Landsbankinn liggur undir feldi. Augljóst er hvað hann gerir þó að stjórnendur bankans leggi ekki í að staðfesta það. Óverðtryggt íbúðalán er nú með 8,95% föstum vöxtum til 3 eða 5 ára og…
Fjárlagafrumvarpið var kynnt með yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“.
Fjárlagafrumvarpið var kynnt með yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. — Morgunblaðið/Golli

Íslandsbanki og Arion banki hafa hækkað vexti af íbúðalánum. Landsbankinn liggur undir feldi. Augljóst er hvað hann gerir þó að stjórnendur bankans leggi ekki í að staðfesta það.

Óverðtryggt íbúðalán er nú með 8,95% föstum vöxtum til 3 eða 5 ára og upp í 11% breytilega vexti, samkvæmt því sem fram kemur á lánareiknivélum bankanna. Mánaðarlegar greiðslur af 40 milljóna íbúðaláni eru yfir 370 þúsund á mánuði, ef tekið er 40 ára lán. Samkvæmt tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun var meðaltalsverð seldra íbúða um 88 milljónir á fyrri helmingi ársins. Það út af fyrir sig er stórmerkilegt, því erfitt er að sjá heimilin standa undir slíkri greiðslubyrði eða að þau hafi það eigið fé sem þarf.

Eitt er að standa undir greiðslum af lánum, annað er að fá lán yfirhöfuð. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar voru meðallaun á Íslandi rétt yfir 700 þúsund á síðasta ári. Slík meðallaun

...