Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Fjóla Signý Hannesdóttir tók upp rófur hjá sér í Stóru-Sandvík í Flóa fyrir viku og um helgina og tekur aftur upp þráðinn um mánaðamótin, en þess á milli rekur hún fyrirtæki sín, heildsöluna Run2 og íþróttavöruverslunina Fætur toga á Höfðabakka í Reykjavík, þar sem jafnframt er boðið upp á göngugreiningu. „Salan á íþróttavörunum hefur aukist um rúmlega 40% frá því ég tók við en ég reyni að vera bóndi á miðvikudögum,“ segir hún.

Hannes Jóhannsson, faðir Fjólu Signýjar, sérhæfði sig í gulrófurækt og ræktun á rófufræi í um 40 ár, en hann andaðist í fyrrasumar. Fjóla Signý ólst upp við þessa starfsemi, vann með föður sínum í frítíma sínum, kom inn í reksturinn til að bæta hann og gera hann skilvirkari, þegar hún var í viðskiptafræði fyrir ríflega

...