Erfiðar spurningar frá ungu fólki

Norrænu fánarnir blakta við hún fyrir utan sænska þinghúsið í …
Norrænu fánarnir blakta við hún fyrir utan sænska þinghúsið í Stokkhólmi. Magnus Fröderberg/Norden.org

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði ásamt sjö öðrum forsætisráðherrum með níu fulltrúum norrænna ungmennahreyfinga í Stokkhólmi í gær þar sem umræðuefnið var sjálfbærni og loftslagsmál

Umræðufundurinn var skipulagður að frumkvæði íslensku formennskunnar í norrænu ráðherranefndinni. 

„Við vorum með þrjá þætti í okkar formennskuáætlun, hafið, sjálfbæra ferðamennsku og ungt fólk. Þetta var hugmynd sem við keyrðum á. Að fá unga fólkið til okkar á fund og ég held að þau hafi verið mjög ánægð með að taka þátt í þessu með okkur. Við fengum utanaðkomandi stjórnanda til þess að stjóra fundi ráðherranna og fulltrúa unga fólksins og það...