Gífurlegur áhugi er á sýningu, sem opnuð var í Louvre-safninu í París í síðustu viku í tilefni af því að 500 ár eru liðin frá því Leonardo da Vinci lést. Hafa yfir 240 þúsund manns þegar bókað miða.
Tónlistarmaður, eitt af olíumálverkum da Vincis.
AFP
Áratugur er liðinn síðan byrjað var að undirbúa sýninguna og þar má sjá 162 verk eftir meistarann, þar af 24 teikningar sem Elísabet Englandsdrottning lánaði úr safni bresku hirðarinnar. British Museum, Hermitage-safnið í St. Pétursborg og Páfagarður lánuðu einnig verk á sýninguna. Þá féllst ítalska ríkið, eftir talsvert þref, á að lána verk á borð við Vitrúvíumanninn, teikningu af mannslíkama eftir da Vinci.
Gestir bíða í röð eftir að komast inn á sýninguna í Louvre. 240 þúsund manns höfðu um síðustu helgi pantað miða.
AFP
Á sýningunni í Napóleonssalnum, sem stendur fram í febrúar, má sjá 10 af innan við 20 málverkum, sem staðfest er að da Vinci málaði auk teikninga, handrita, höggmynda og...
Fáðu þér áskrift til að lesa áfram
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu,
rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki
á mbl.is.