Morgunblaðið
| 4.4.2020
| 21:56
Fólk er eðlilega óttaslegið
Yfirlögregluþjónninn Víðir Reynisson stendur vaktina þessa dagana og brýnir fyrir landsmönnum að fara varlega, halda tveggja metra reglunni, spritta sig og halda sig heima. Eyjapeyinn Víðir hefur víðtæka reynslu af björgunaraðgerðum og almannavörnum og er því réttur maður á réttum stað. Og öll viljum við hlýða Víði.
Einn hráslagalegan dag í vikunni fór blaðamaður til fundar við einn þremenninganna í framlínunni þessa dagana, yfirlögregluþjóninn Víði Reynisson. Víðir hefur víðtæka reynslu af almannavarnastarfi sem kemur sér vel nú þegar lífið liggur við að hægja á útbreiðslu hinnar alræmdu kórónuveiru og upplýsa þjóðina um gang mála. Víðir hefur ávallt unnið á bak við tjöldin og því aldrei verið þekkt andlit í þjóðfélaginu. Nú er hann líklega einn þekktasti maður Íslands; nokkuð sem hann hvorki átti von á né bað um.
Víðir er sestur góða tvo metra frá blaðamanni í litlu gámahúsi fyrir utan Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Þar fara blaðamannafundir fram...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
– það er ókeypis og án skuldbindingar.
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.