Morgunblaðið
| 15.4.2020
| 9:04
| Uppfært
16:28
„Engar áætlanir gátu búið okkur undir þetta“
Isavia býr sig undir erfiða mánuði framundan en Sveinbjörn Indriðason, forstjóri fyrirtækisins, hefur þó fulla trú á því að flugumferð muni vaxa fiskur um hrygg að nýju. Félagið getur haldið sjó án nokkurra tekna í fimm mánuði en Sveinbjörn gerir þó ráð fyrir að félagið muni leita leiða til að styrkja lausafjárstöðuna á komandi vikum.
„Það er allt tómt.“ Með þessum orðum lýsir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, stöðunni á Keflavíkurflugvelli þegar hann er spurður út í stöðu mála á svæði sem helst hefði mátt nefna Erilborg á umliðnum árum. Í einni svipan hefur völlurinn, sem verið hefur einn stærsti vinnustaður landsins, skipt um ham. Í dag, miðvikudag, eru þrjár flugferðir á áætlun til landsins og þrjár af landi brott. Eins og fyrir siðasakir koma og fara vélar frá Nuuk, Lundúnum og Boston. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að í flestum vélum séu farþegarnir taldir í fáum tugum, stundum ekki það.
Sveinbjörn segir að staðan hafi versnað...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
– það er ókeypis og án skuldbindingar.
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.