Get gengið sáttur frá borði
Mikil óvissa ríkir hjá Guðjóni Val Sigurðssyni, fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, þessa dagana en samningur hans við franska stórliðið París SG rennur út í sumar og er óvíst hvað tekur við hjá hornamanninum.
Í síðustu viku tilkynntu forráðamenn frönsku 1. deildarinnar að tímabilinu í Frakklandi væri lokið vegna kórónuveirunnar og var PSG úrskurðað Frakklandsmeistari, sjötta árið í röð, og í sjöunda sinn í sögu félagsins.
Guðjón Valur, sem verður 41 árs gamall í ágúst, vann þar með sinn sjöunda meistaratitil í fjórða landinu en hann varð danskur meistari með AG Kaupmannahöfn 2012, Þýskalandsmeistari með Kiel 2013 og 2014 og með Rhein-Neckar Löwen 2017. Þá varð hann spænskur meistari með Barcelona 2015 og 2016.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.