„Ekkert annað en rakalaus della“
Borgarstjóri hefur borið það upp við sóttvarnalækni hvort grípa eigi til götulokana í Reykjavík til að tryggja nálægðarreglu almannavarna. Í samtali við Morgunblaðið segist Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ekki hafa skoðun á því hvort loka eigi fyrir bílaumferð í miðbænum eða ekki.
„Við höfum ekki sérstaka skoðun á því hvernig menn útfæra þær tillögur sem við komum með,“ segir hann og bætir við: „Ef menn vilja loka götum, þá er það bara þeirra mál.“
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins hafa stigið fram í samtölum við Morgunblaðið og sagt borgarstjóra vera að nýta sér kórónuveiruna í pólitískum tilgangi til að loka fyrir bílaumferð um fleiri götur. Undir þetta sjónarmið tekur einnig Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.