Eins konar hryðjuverk gegn fjölskyldubílnum
Vaskur hópur manna á vegum Reykjavíkurborgar hefur undanfarið sést við vinnu við Geirsgötu í miðbænum. Var hópurinn þá að vinna að uppsetningu á nýrri stoppistöð Strætó en nokkra athygli vekur að ekkert útskot fylgir nýju stöðinni. Þetta veldur því að strætisvagnar munu þurfa að stoppa á miðri akbraut til að hleypa farþegum sínum inn og út úr vagninum með fyrirséðum töfum á umferð um götuna.
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir framkvæmdina ekkert annað en hluta af þrengingarstefnu meirihlutans í Reykjavík. Geirsgata sé mikilvæg samgönguæð og framkvæmd sem þessi eins konar hryðjuverk gegn fjölskyldubílnum.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.