Skýlið hindrar eðlilega umferð um Geirsgötu
„Ég sendi borgarstjóra bréfið og ræddi við hann í síma. Hann tók jákvætt í erindi mitt og sagðist myndu láta sitt fólk fara yfir það,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til bréfs, dagsett 7. maí, sem sent var Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.
Í bréfinu mótmælir Ásgerður fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar framkvæmdum Reykjavíkurborgar á Geirsgötu í miðbænum. En líkt og greint hefur verið frá hér í Morgunblaðinu er þar verið að setja upp nýja stoppistöð Strætó og verður hún án útskots.
Þetta veldur því að strætisvagnar munu þurfa að stoppa á miðri akbraut til að hleypa farþegum sínum inn og út úr vagninum með fyrirséðum töfum á umferð. Ásgerður segir framkvæmdir þessar ekki í samræmi við samkomulag Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness um skipulag svæðisins, sem undirritað var 12. nóvember 2013, þar sem þær þrengi að umferð að Seltjarnarnesi.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.