Þýsk hergögn endurheimt úr votri gröf
Hópur manna á vegum rússneska hersins hefur nú um nokkurt skeið unnið að hreinsunarstarfi í Svartahafi. Er þar verið að fjarlægja skotfæri, sprengjur og bryndreka sem hvílt hafa á botninum frá tímum síðari heimsstyrjaldar. Meðal þess sem nýverið leit dagsins ljós í fyrsta skipti í 77 ár var bryndreki af gerðinni StuG III. Fleiri tæki af þessari gerð hvíla enn á botni hafsins.
StuG III, eða Stürmgeschütz III, var eins konar brynvarin stórskotaliðsbyssa á hjólum sem notuð var af Wehrmacht, landher Þriðja ríkisins, og hinum pólitísku SS-sveitum. Sú hugmynd að hafa stórskotaliðsbyssu á hjólum var á tímum síðari heimsstyrjaldar ekki alveg ný af nálinni. Áður höfðu Bretar sett þess konar vopn á undirvagn skriðdreka, Mark I, og sást slíkt tæki í fyrsta sinn á evrópskum vígvelli árið 1917. Vopn af þessum toga þótti afar mikilvægt, einkum á tímum síðari heimsstyrjaldar, þegar hraði var gjarnan mikill á hersveitum og landherinn þurfti á öflugum stuðningi að halda í sókn...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.