Eitt stærsta græna svæði Vesturbæjar undir möl
„Veðurfar hefur verið mikið vandamál á þessu svæði. Það er mikið grjót sem gengur þarna á land á hverju ári og svo hefur gras verið að fjúka. Það voru til að mynda settar niður þarna nýjar grasþökur sem fuku nokkrum dögum seinna. Vegna þessa þurfum við að hafa umhverfið þannig að það taki mið af aðstæðum, verði meira tengt sjónum og fjörunni,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, í samtali við Morgunblaðið.
Vísar hún í máli sínu til stórra grjóthrúgna sem búið er að sturta á grasblett við Eiðsgranda í Reykjavík, mörgum íbúum þar til ama. Greint hefur verið frá þeirri athygli sem hrúgurnar hafa fengið undanfarið, óánægju íbúa og furðu borgarfulltrúa á framkvæmdinni.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.