Rétturinn til að deyja

„Því hefur vitundarvakning um málefni dánaraðstoðar átt sér stað á …
„Því hefur vitundarvakning um málefni dánaraðstoðar átt sér stað á undanförnum árum og fjöldi breytinga í regluverki sést víðsvegar hvað varðar réttinn til að fá aðstoð við að deyja,“ skrifar höfundur. Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint. AFP

Rétturinn til lífs er óumdeildur, en hvað með réttinn til að deyja? Með auknum lífslíkum hefur óttinn við að vera haldið á lífi þrátt fyrir elliglöp og líkamlega hrörnun farið vaxandi. Arnar Vilhjálmur Arnarson fjallar um vaxandi kröfur um lögleiðingu dánaraðstoðar.

Á tímum hækkandi meðalaldurs þar sem læknavísindi finna stöðugt nýjar leiðir til að lengja líf sjúklinga hafa margir lýst ótta yfir því að vera haldið á lífi þrátt fyrir alvarleg elliglöp og líkamlega hrörnun. Því hefur vitundarvakning um málefni dánaraðstoðar átt sér stað á undanförnum árum og fjöldi breytinga í regluverki sést víðsvegar hvað varðar réttinn til að fá aðstoð við að deyja.