Lífið er rétt að byrja

„Ég tek alveg eftir því að fólk starir. Ég tók …
„Ég tek alveg eftir því að fólk starir. Ég tók það rosalega inn á mig fyrst en ég hef smá vanist því. Litlir krakkar segja stundum eitthvað og það er bara pínu krúttlegt hvað þau eru opin,“ segir Sólrún Alda. Morgunblaðið/Ásdís

Sólrún Alda Waldorff þakkar fyrir að vera á lífi en hún var hætt komin eftir bruna í Hlíðunum í október 2019. Sólrún Alda brenndist illa í andliti og finnur fyrir augnagotum, en er staðráðin í að halda áfram að lifa lífinu með kærastann sér við hlið. 

Það er löngu farið að skyggja þetta síðdegi í vikunni þegar blaðamaður bankar upp á hjá Sólrúnu Öldu sem býr í hlýlegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Enda ekki að undra þar sem við erum stödd í dimmasta skammdeginu og stysti dagur ársins handan við hornið. Við setjumst við eldhúsborðið og ræðum lífið og tilveruna, sem heldur betur snerist á hvolf hjá Sólrúnu Öldu einn októberdag í fyrra.