Morgunblaðið
| 20.3.2021
| 12:00
Gerum alltaf fimm ára plan
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur og Felix Bergsson leikari hafa gengið samstíga í gegnum lífið í aldarfjórðung. Þeir segja mikið hafa áunnist í mannréttindabaráttu samkynhneigðra þótt enn vanti góðar fyrirmyndir. Fjölskyldan hefur ávallt verið í fyrirrúmi en hún stækkaði í fyrra þegar tvö barnabörn bættust í hópinn. Nýbökuðu afarnir vita fátt dásamlegra en að hafa litlu krílin hjá sér.
Á Starhaganum vestur í bæ standa fimm litrík timburhús í röð; eitt þeirra gult eins og sólin og merkt nafninu Túnsberg. Þar búa hjónin Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, og Felix Bergsson, leikari, útvarpsmaður og fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. Baldur opnar dyrnar glaðlega og býður í bæinn og fyrir innan heilsar Felix sem er í óða önn að krydda lax í eldrauða eldhúsinu þeirra. Við setjumst í fallega gamaldags stofu með útsýni alla leið til Keilis. Undir stofuborði glittir í ungbarnateppi og smábarnadót og annað slagið...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
– það er ókeypis og án skuldbindingar.
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.