Píra­míd­arn­ir borga sig fyr­ir suma

Piltur í einu af fátækari hverfum Mexíkóborgar. Hvort mun gagnast …
Pilt­ur í einu af fá­tæk­ari hverf­um Mexí­kó­borg­ar. Hvort mun gagn­ast hon­um bet­ur næstu ára­tug­ina: öfl­ug­ur hag­vöxt­ur eða minni los­un kolt­ví­sýr­ings? AFP

Á leiðinni hingað út í para­dísareyj­una Hol­box, á norðaust­ur odda Yucat­an-skag­ans, stóð maga­mik­ill og keik­ur mexí­kósk­ur afi í stefni ferj­unn­ar og gætti þess að fimm litl­ir grísl­ing­ar sem voru með í för færu sér ekki að voða. Barna­börn­in voru svo for­vit­in um allt sem fyr­ir augu bar að spurn­ing­arn­ar komu hver á fæt­ur ann­arri:

„Afi! Afi! Af hverju sé ég enga fiska?“ spurði eitt krílið.

„Af því að þeir eru að fela sig,“ var svarað að bragði.

„En afi – af hverju er sjór­inn hérna svona grænn á lit­inn?“ spurði annað barnið.

„Af því að það er búið að bæta út í hann litar­efn­um,“ út­skýrði af­inn án þess að hika.

Að mér lædd­ist sú hugs­un að fyr­ir mörg hundruð árum hlytu fjöl­skyld­ur frá þess­um slóðum að hafa siglt þessa sömu leið, en ekki til að kom­ast í fá­mennið og nátt­úru­feg­urðina sem laðar að ferðamenn í dag, held­ur til að flýja geggj­un­ina á meg­in­land­inu þar sem fórn­ir á jafnt börn­um sem full­orðnum...