„Ég mátti ekki segja neitt við hana“

Bandarísk B-2 kjarnasprengjuflugvél í Keflavík. Þar eru nú þrjár vélar …
Bandarísk B-2 kjarnasprengjuflugvél í Keflavík. Þar eru nú þrjár vélar af þessari tegund auk F-16-véla frá Póllandi. Ljósmynd/Bandaríski flugherinn

„Þegar þær komu til mátti ekki einu sinni tala um þær, þær voru svo mikið leyndarmál. Þetta var gert í dimmunni og allt falið. Það þorði enginn að minnast á þetta því það varðaði fangelsi. Það er dálítið sérstakt ef maður hugsar út í það að þær séu nú að lenda þarna í hópum í Keflavík,“ segir Sveinn Þórðarson, fyrsti íslenski flugvélaverkfræðingurinn, um B-2 sprengjuvélarnar sem lentu í Keflavík á mánudag. Hann var einn af þeim útvöldu sem komu að hönnun og smíði þessara véla.

Flugvélarnar eru af gerðinni Northrop Grumman B-2 og eru þær meðal annars merkilegar fyrir þær sakir að vera dýrustu flugvélar sögunnar en ein slík kostar rúmlega 90 milljarða króna. Vélarnar eru sérstaklega hannaðar til að bera kjarnavopn en einungis 21 eintak hefur verið framleitt í heiminum og eru þau öll í eigu bandaríska flughersins. Hefur farkosturinn meðal annars hlotið viðurnefnið Sprengjuflugvél allra tíma.