Ég var í helj­ar­greip­um

Morg­un­blaðið/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir

Óli Björn Pét­urs­son varð fyr­ir grófu kyn­ferðisof­beldi, auk and­legs og lík­am­legs of­beld­is, af hálfu kyn­ferðis­glæpa­manns­ins sem oft­ast geng­ur und­ir nafn­inu Siggi hakk­ari. Óli Björn var aðeins ung­ling­ur að aldri þegar brot­in áttu sér stað en er nú loks á góðum stað eft­ir mikla sjálfs­vinnu hjá sál­fræðingi. Hann vill nú stíga fram og hvet­ur aðra unga menn sem hafa orðið fyr­ir kyn­ferðisof­beldi til þess sama. Þeir eigi aldrei að þegja yfir of­beldi því skömm­in er ekki þeirra að bera.

Um Skaga­fjörðinn blása hlý­ir vind­ar og sól­in skín í heiði dag­inn sem blaðamaður renn­ur inn á Sauðár­krók. Þar býr hinn 25 ára gamli Óli Björn Pét­urs­son ásamt konu sinni og ung­um syni. Óli Björn kem­ur glaðleg­ur til dyra, sport­lega klædd­ur, frísk­leg­ur ung­ur maður. Hann tek­ur vel á móti blaðamanni sem er kaffiþyrst­ur eft­ir keyrsl­una norður og við kom­um okk­ur vel fyr­ir í stof­unni. Óli Björn vill segja sögu sína og hann dreg­ur ekk­ert und­an, en þegar hann var á fimmtánda ári varð hann fyr­ir...