Bíllinn klár fyrir veturinn
Íslendingar vita það allra þjóða best að ganga verður úr skugga um að bíllinn sé í góðu ásigkomulagi áður en vetur gengur í garð. Bæði þarf að leita leiða til að vernda bílinn gegn tjöru og alls kyns óhreinindum sem fylgja vetrarakstri en líka tryggja að bíllinn sé öruggur í umferðinni og að ekki vanti réttan búnað til að bregðast við ef eitthvað kemur upp á.
Rúnar Sigurjónsson er menntaður vélvirki, mikill bílaáhugamaður og vörustjóri hjá Skeljungi. Hann segir fyrst af öllu þurfa að skoða ástand hjólbarða og setja bílinn á vetrardekk ef við á. „Ef um er að ræða notuð dekk þarf að vera tryggt að þau muni endast út veturinn og fullnægi kröfum s.s. um mynsturdýpt,“ segir hann. „Einnig er mikilvægt að athuga hvort allar olíur og vökvar séu í lagi. Þeir sem þekkja vel á bílinn sinn geta gert þannig skoðun sjálfir en annars gæti þurft að heimsækja bifvélavirkja enda í sumum tilvikum bæði erfitt að komast að áfyllingum og mælingum og stundum þarf að nota sérhæfð...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.