Skellur sem mun heyrast um allan heim
Það er hluti af uppeldi kínverskra barna að hlýða á fornar kínverskar dæmisögur sem hafa þjónað sínu hlutverki í ótal kynslóðir.
Ein af þessum sögum segir frá því að fyrir mörg þúsund árum var enga asna að finna í Guizhou-héraði og ákváðu nokkrir uppátækjasamir athafnamenn að bæta úr því og flytja inn einn slíkan. Guizhou er afskaplega fallegt svæði í suðurhluta Kína með fjölbreytt dýralíf og því ekki skrítið að einn daginn gekk hungrað tígrisdýr fram á asnann þar sem hann stóð á beit. Tígrisdýrið rak í rogastans enda hafði það aldrei séð svona skepnu, og faldi sig í runna til að fylgjast með þessu furðudýri. Þegar allt virtist með felldu fikraði tígrisdýrið sig nær svo að asninn skelfdist og hrein hátt svo tígrisdýrið fór á taugum og hljóp í burtu á harðaspretti.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.