Leitað frá miðjunni út á jaðar­inn

Marine Le Pen bætti við sig miklu fylgi í forsetakosningunum …
Mar­ine Le Pen bætti við sig miklu fylgi í for­seta­kosn­ing­un­um um síðustu helgi. Árang­ur henn­ar skrif­ast m.a. á að hún gat náð til frönsku millistétt­ar­inn­ar sem finnst elít­an ráða ferðinni á stjórn­mála­sviðinu. AFP/​LI­O­NEL BONA­VENT­URE

Hugs­un­ar­hátt­ur kjós­enda breyt­ist á óvissu­tím­um og stjórn­mála­menn sem kunna að halda rétt á spil­un­um geta stór­aukið fylgi sitt þegar fólk er óró­legt eða pirrað.

Þetta sáum við ger­ast í lokaum­ferð frönsku for­seta­kosn­ing­anna um síðustu helgi þar sem Mar­ine Le Pen hlaut 41,5% at­kvæða á móti 58,5% sem fóru til Emm­anu­els Macron. Er þetta mik­il breyt­ing frá síðustu kosn­ing­um þar sem Macron vann af­ger­andi sig­ur með rúm­lega 66% fylgi á meðan Le Pen hlaut rétt tæp 34% at­kvæða. Er Le Pen ekki sú teg­und stjórn­mála­manns sem bein­lín­is rak­ar til sín fylgi í venju­legu ár­ferði enda þykir hún og flokk­ur henn­ar, Rassemblement nati­onal, óra­langt frá miðju vest­rænna stjórn­mála.

En ef rætt er við kjós­end­ur Le Pen kem­ur í ljós að það var ein­mitt ekki vegna rót­tækr­ar stefnu flokks henn­ar í mál­um er varða franska refsi­lög­gjöf, inn­flytj­enda­mál eða Evr­ópu­sam­bandið að þeir gáfu Le Pen at­kvæði sitt, held­ur frek­ar að þeir vantreysta Macron til að hressa franska hag­kerfið við. Hinn al­menni...