Til varnar þeim sem fá vel borgað
Íslendingar hafa það fyrir sið að fagna sumarlokum með því að njósna hver um laun annars og kvarta síðan yfir því á samfélagsmiðlum hve vel sumir landsmenn fá borgað fyrir störf sín.
Umræðan um launamál stjórnenda er ekki séríslenskt fyrirbæri. Víða um heim heyrast reglulega áhyggjuraddir sem telja of mikinn mun vera á launum almennings og stjórnenda voldugra stórfyrirtækja. Er sá munur á umræðunni á Íslandi og erlendis að í útlöndum eru þessi mál yfirleitt rædd af yfirvegun og á vísindalegum forsendum.
Ég gat ekki staðist freistinguna fyrir nokkrum vikum, þegar einn af forystusauðum íslenskra jafnaðarmanna var með læti á Fésbókinni yfir launum stjórnenda íslensks fyrirtækis sem sem veltir tugum milljarða og veitir um þúsund manns atvinnu. Þegar ég spurði hvað hann hefði sjálfur haft mikið upp úr krafsinu, með rekstrar- og útrásarævintýrum sínum hér á árum áður, þá bar hann fyrir sig minnisleysi.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.