Iðrun, ótti og heil­mik­ill greiðslu­vilji

Móðir heldur á fárveiku og vannærðu barni sínu á spítala …
Móðir held­ur á fár­veiku og vannærðu barni sínu á spít­ala í Sómal­íu. Allt of miklu púðri, og fjár­mun­um, er varið í lofts­lags­mál­in á meðan önn­ur og brýnni vanda­mál sitja á hak­an­um. Það er löngu tíma­bært að vit­leys­unni linni. AFP

Ef ég ætti að velja minn upp­á­hald­spáfa þá væri það lík­lega Leó X., þó ekki væri nema vegna þess hvað hann var óforskammaður.

Leó var næ­stelsti son­ur sjálfs Lor­enzo de' Medici og hentaði það hags­mun­um Medici-ætt­ar­inn­ar prýðilega að gera Leó að guðsmanni. Lor­enzo var þó greini­lega ekki al­veg viss um að Leó hefði rétta lund­arfarið til að vera prest­ur – hvað þá páfi – og er til sendi­bréf þar sem hann brýn­ir fyr­ir syni sín­um að láta ekki synd­ir og lífs­ins lystisemd­ir freista sín. Eins og með svo mörg önn­ur ung­menni virðast ráðlegg­ing­ar föður­ins hafa farið inn um annað eyrað og út um hitt.

Frá­sagn­irn­ar af valdatíð Leós á páfa­stóli eru svo krass­andi að óvist er hvort að megi taka mark á öllu því sem sam­tíma­menn Leós höfðu um hann að segja. Hann var þó al­veg ör­ugg­lega mik­ill lífs­nautna­segg­ur og iðinn við að gamna sér með lag­legu ungu mönn­un­um sem mekt­ar­fjöl­skyld­ur Ítal­íu sendu til Róm­ar til að þjóna leiðtoga kirkj­unn­ar. Þegar hann tók við aðal­starf­inu hélt Leó...