Good luck, Mr. Koskí!

Þegar horft er til heimsins alls þá eru rauninni ekki mjög mörg ríki, sem halda vel á sínum kosningum og standast almennar lýðræðislegar kröfur. Allt of víða eru miklir hnökrar á kosningum. Sé horft til heilu heimsálfanna, þótt hliðrað skuli hjá því að nefna þær nú, þá er þar varla nokkurt ríki sem kemst nærri því að standa undir lágmarkskröfum, sem gera þarf til kosninga, hvað þá lýðræðislegra, eins og kallað er. Enn eru það víða byssustingirnir, sem hafa mesta sannfæringarkraftinn þegar koma þarf atkvæðum á kjörstað.

Lengi hefur verið deilt um kosningar í Bandaríkjunum. Þær hafa lengi verið brogaðar mjög, þótt trúlegt sé að það hafi eitthvað lagast með árunum. Vandinn er enn einkum sá, að í fjölmörgum ríkjum leggjast demókratar enn gegn því að væntanlegir kjósendur verði að sýna gild skírteini á kjörstað til að fá að kjósa. Fullyrðingin sem stendur á móti þessari reglu, sem hvarvetna annars staðar þykir sjálfsögð, er undarleg: Krafan um að kjósendur sýni skírteini sem...