Seint og illa þakkað

Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ var spurt í þekktum texta og er ágætt viðbragð hjá manni sem á ekkert annað og betra svar þá stundina. Margir hafa það í uppáhaldi af listrænum eða bókmenntalegum ástæðum, eða vegna höfundareinkennanna. En það gæti farið ekki síður vel á því að hnýta slíkar spurningar saman af öðru tilefni. Hvenær er maður saddur og hvenær er hann ekki saddur, þótt óljóst sé að hann sé enn hungraður. Ástarsögurnar spyrja þrálátlega, hvenær elskar kona mann og hvenær elskar hún ekki og er sennilega næst því að hata hann og kannski bara af því að hann á það skilið.

Almenningur illa blekktur

Og nú síðast voru bresk stjórnmál á öðrum endanum og jafnvel á þeim báðum, því að þeim þar var spurn: „Hvenær skrökvar maður um fjarlægð á milli bjórglasa tveggja manna eða fleiri, og hvenær skrökvar hann ekki?“ Og jafnvel þótt nokkrir menn, þrælbólusettir og það mörgum sinnum, hafi í lokuðum garði...