Vita ekki af hverju lyfin virka gegn offitu

Lyfið Ozempic er sykursýkislyf en hefur verið notað til að …
Lyfið Ozempic er sykursýkislyf en hefur verið notað til að sporna gegn offitu. Vísindamenn vita ekki nákvæmlega hvað veldur þeirri virkni. AFP/Joel Saget

Ný lyf sem hafa verið þróuð undanfarinn áratug virka vel gegn offitu. Lyf, sem upphaflega voru ætluð sem meðferð við sykursýki af gerð 1, (meðfæddri sykursýki) eru nú í mörgum tilvikum notuð til þess að vinna gegn offitu. Vísindamenn og læknar vita þó ekki nákvæmlega af hverju lyfin virka svo vel en lyfjafyrirtæki gáfust upp á því fyrir mörgum áratugum að reyna að þróa lyf sem vinna gegn offitu. Var gengið út frá því að of feitir einstaklingar hefðu ekki viljastyrkinn til að léttast frekar en að offita væri langvinnur efnaskiptasjúkdómur.

Annað hefur hins vegar komið á daginn og er offita nú skilgreind sem sjúkdómur. Til eru lyf sem hjálpa fólki að grennast. Umrædd lyf voru þó ekki upphaflega hönnuð í þeim tilgangi.