Þar sem ríkið skaffar nær allar íbúðir
Það verður eitt brýnasta úrlausnarefni þessa áratugar að finna hentuga leið til að leysa úr uppsöfnuðum vanda á húsnæðismarkaði. Víða um heim standa þjóðfélög frammi fyrir ófremdarástandi í húsnæðismálum og er vandinn svo mikill að hann er orðinn meiri háttar efnahagslegur dragbítur.
Í flestum stórborgum Vesturlanda er löngu komið í óefni: framboð íbúðarhúsnæðis er langtum minna en eftirspurnin og verðið hefur rokið upp. Í Bandaríkjunum varð lágvaxtatímabilið í kórónuveirufaraldrinum til þess að hleypa miklu lífi í markaðinn svo að húsnæðisverð snarhækkaði og nú þegar vextir eru á uppleið er þröngt í búi hjá fjölskyldum sem þurftu að skuldsetja sig upp í topp til að eignast þak yfir höfuðið.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.