Ætlar að fara í frelsið
Helga Vala Helgadóttir talar ekki í kringum hlutina frekar en vanalega þegar hún er spurð út í bæjarróminn: „Já, ég er að hætta á þingi og ætla að helga mig lögmannsstörfum.“
Það er þó ekki svo að hún hafi misst áhuga á stjórnmálum, það kemur skýrt og skorinort fram hjá henni, en lög og réttur toga í hana og nú þykir henni rétti tíminn til þess að sinna þeirri köllun.
„Ég fór mjög óvænt inn á þing 2017, þegar ég var lögmaður í blússandi rekstri sem gekk mjög vel. Þetta hefur verið ævintýralegt ferðalag og ákaflega skemmtilegt. En svo fer það að ágerast undanfarið ár – líkt og gerist oft með lögmenn en líka lækna – að fólk héðan og þaðan er að leita ráða hjá mér, biðja mig um ráðleggingu varðandi eitt og annað. Ég hef meira að segja fengið símtal úr héraðsdómi um hvort ég gæti tekið að mér lögmannsstörf, þrátt fyrir að vera ekki með virk lögmannsréttindi.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.