Dýrfinna svarar kalli
Sjálfboðaliðar í hundasveitinni Dýrfinnu brugðust skjótt við þegar tilkynnt var um bruna í húsnæði í Hafnarfirði 20. ágúst sl. og hófu leit að köttum sem eigendur náðu ekki að bjarga þegar þeir flúðu heimili sín. „Við fundum fljótlega tvær kisur en eigum eftir að finna tvær,“ segir Eygló Anna Guðlaugsdóttir, ráðgjafi og sjálfboðaliði. „Við höfum ítrekað séð gula köttinn og fengið ábendingar um hann á svæðinu en ekki náð honum. Vöktum svæðið áfram og reynum okkar besta.“
Fyrir um þremur árum týndist lítill hundur í Hafnarfirði. Eygló segir að nokkrar konur hafi kynnst við leitina og þær hafi sameinað krafta sína þegar leit hafi hafist að öðrum hundi á svipuðum tíma. „Þannig myndaðist grunnleitarhópurinn Hundasveitin.“ Hún bætir við að Guðfinna Kristinsdóttir, sem hafi veitt rágjöf og skipulagt leitir að dýrum frá 2016, hafi rekið fyrirtækið Cybele og unnið að þróun smáforrits til að auðvelda meðal annars...