Vilja fá TF-LIF á flugminjasafnið
Áhugi er á því að hin farsæla björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verði flutt á Flugsafn Íslands á Akureyri og verði þar til sýnis í framtíðinni.
Alls voru það 1.565 manns sem var bjargað eða fluttir í sjúkraflugi með þyrlunni á 25 ára tímabili.
Öldungaráð Landhelgisgæslunnar hefur unnið að því leita leiða til að koma vélinni í safnhæft ástand og flytja hana norður á Akureyri. Á safninu eru nú þegar til sýnis tvær flugvélar sem tengdust Landhelgisgæslunni, þyrlan TF-SIF og Fokker-flugvélin TF-SYN.
TF-LIF kom til landsins 1995 og var í notkun fram til 2020. „Þyrlan á sér mikla sögu og það væri virkilega ánægjulegt ef þessi áform gengju eftir,“ segir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.