Munu sækja langt inn á hertekin svæði
Bandaríska varnarmálaráðuneytið Pentagon segist reiðubúið til að senda langdrægar eldflaugar, svonefndar ATACMS, til Úkraínu. Hægt sé að hefja flutning á þeim án tafar, einungis sé nú beðið eftir endanlegri ákvörðun Bandaríkjaforseta. Flaugarnar verða búnar klasasprengjuoddi og munu geta hæft skotmörk í allt að 300 kílómetra fjarlægð, eða djúpt inn á hertekin svæði Úkraínu. En hvað eru eiginlega ATACMS og við hverju má búast eftir afhendingu þeirra?
Vopnakerfið ATACMS, sem er skammstöfun fyrir það sem á ensku nefnist Army Tactical Missile System, var hannað af bandaríska vopnaframleiðandanum Lockheed Martin seint á níunda áratugnum. Í mikilli einföldun má lýsa kerfinu á þá leið að um sé að ræða eina fjögurra metra langa stýriflaug sem hýst er inni í kassalaga skothólki. Stýriflaugina má útbúa með ólíkum sprengihleðslum, s.s. klasasprengjum, og skothólknum má koma fyrir á sömu vögnum og hýsa eldflaugakerfin HIMARS og MLRS. Bæði þessi...